Er ekki að kaupa atkvæði

Dorrit Moussaieff og Ólafur Ragnar Grímsson
Dorrit Moussaieff og Ólafur Ragnar Grímsson Eggert Jóhannesson

Ólaf­ur Ragn­ar Gríms­son, for­seti Íslands, var spurður af Helgu Arn­ar­dótt­ur, frétta­manni Stöðvar 2, hvort hann væri að kaupa sér at­kvæði út­gerðarmanna með því að hafa lýst yfir vilja sín­um til að vísa ráðstöf­un sjáv­ar­út­vegsauðlind­ar til þjóðar­at­kvæðagreiðslu.

Spurn­ing Helgu var skýr og skor­in­ort en for­set­inn var ein­fald­lega spurður: „Ertu að kaupa þér at­kvæði út­gerðarmanna?“

„Að kaupa mér at­kvæði út­gerðarmanna? Nei, að sjálf­sögðu er ég ekki að kaupa mér at­kvæði út­gerðarmanna. Enda er ég ekki viss um að út­gerðar­menn vilji þjóðar­at­kvæðagreiðslu um málið,“ sagði Ólaf­ur Ragn­ar Gríms­son, for­seti Íslands.

Helga svaraði því næst að málið væri um­deilt og mikið í umræðunni að und­an­förnu. Því hafi hún velt þessu fyr­ir sér.

Ólaf­ur Ragn­ar tók svo til máls og sagði: „Fyr­ir­gefðu, ég er bara að lýsa grund­vall­araf­stöðu minni á ráðstöf­un stærstu auðlind­ar þjóðar­inn­ar. Ef þjóðin vill fá loka­orð um það mál, sem hún hef­ur rétt á sam­kvæmt stjórn­ar­skránni, þá bið ég þig bara að hug­leiða: Er eitt­hvert annað mál stærra af þeim mál­um sem við fá­umst við hér inn­an­lands held­ur en ráðstöf­un á okk­ar stærstu og mik­il­væg­ustu auðlind?“

Auk Helgu stjórn­ar Þor­björn Þórðar­son, fréttamaður Stöðvar 2, umræðunum.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert