Hvað mun Stöð 2 gera?

Ari Trausti Guðmundsson, forsetaframbjóðandi, segir uppákomuna í kappræðum Stöðvar 2 í gær vera leiða, nú sé að sjá hvernig Stöð 2 muni gegna hlutverki sínu sem lýðræðislegur fjölmiðill. Hann segir að auðveldlega hefði verið hægt að fara að óskum sínum og hinna tveggja frambjóðendanna sem gengu út.

Ari Trausti sem starfaði um árabil hjá Stöð 2 segir einnig að ummæli um að þau hafi verið að seilast í dagskrárgerð stöðvarinnar hafi verið dapurleg.

Hér má sjá atvikið í útsendingunni.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert