Ari Trausti Guðmundsson gagnrýndi forseta Íslands í umræðuþætti á RÚV í kvöld. Hann talaði eins og eins manns stjórnmálaflokkur. Við slíkar aðstæður mætti spyrja hvert væri hlutverk þingsins.
„Ég sammála því að það er óvissa hérlendis og erlendis, en það eru viðbrögðin sem skipta máli; hvort sem það eru viðbrögð almennings byggð á lýðræðislegum grunni eða byggð á viðbrögðum einhvers eins manns sem setur sig í pólitíska stöðu sem hann getur ekkert staðið við,“ sagði Ari Trausti.
Hann gagnrýndi Ólaf Ragnar Grímsson fyrir að vekja vonir hjá þjóðinni um að hann gæti komið til framkvæmda málum sem forsetinn hefði ekki vald til að skipta sér af. Hann sagði að vald forsetans væri aðallega af tvennum toga, þ.e. að því er snertir málskotsréttinn og síðan myndun ríkisstjórnar.
Ari Trausti gagnrýndi forsetann fyrir að tala eins og eins manns stjórnmálaflokkur. Hann spurði hvert væri þá hlutverk þingsins.