Ekki víst að tækist að mynda stjórn

Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, í umræðuþættinum í kvöld. Skjáskot …
Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, í umræðuþættinum í kvöld. Skjáskot af vef RÚV.

Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, sagði í umræðufundi á RÚV í kvöld að það gæti gerst eftir næstu þingkosningar að flokkarnir gætu ekki myndað ríkisstjórn í landinu og þá þyrfti forsetinn að tryggja að landið yrði ekki stjórnlaust.

„Bessastaðir eru síðasta stoppistöðin ef flokkarnir ráða ekki við að mynda ríkisstjórn í landinu, sem gæti hugsanlega gerst eftir næstu þingkosningar þegar margir þingflokkar eru komnir til sögunnar. Þá er það forsetinn einn sem ber ábyrgð á því að landið verði ekki stjórnlaust.“

Ólafur Ragnar lagði áherslu á að það væri traust stjórn á Bessastöðum næstu fjögur árin. „Aldrei áður í lýðveldissögunni hafa jafnmörg stórmál verið sett á borð óvissunnar eins og nú.“

Ólafur Ragnar sagði vissulega rétt að það hefði áður verið óvissa á Íslandi, en sá munur væri á, að nú væri sjálf stjórnskipunin í óvissu og búið væri að „henda upp í loft“ sjálfum leikreglum átakanna.

Ólafur Ragnar sagðist ekki vera segja að hann myndi bjóða sig aftur fram ef áfram væri óvissa í þessum málum eftir fjögur ár. Hann sagðist hafa boðið sig fram vegna þess að um 30 þúsund Íslendingar hefðu skorað á sig að gera það. Þetta fólk vildi að það yrði kjölfesta á Bessastöðum á þessum óvissutímum.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka