Stuðningsmannamyndbandi Þóru lokað

Facebook lokaði á stuðningsmannamyndband Þóru í dag.
Facebook lokaði á stuðningsmannamyndband Þóru í dag. mbl.is/Ómar Óskarsson

Í dag fór að dreifast um Facebook myndband sem ungir stuðningsmenn Þóru Arnórsdóttur forsetaframbjóðanda höfðu gert til að sýna af hverju þeir sameinist um Þóru. Fljótlega lokaði sjálfvirkt varnarkerfi Facebook myndbandinu þar sem það taldi að um fjöldapóst væri að ræða.

Myndbandið var síðan samþykkt á ný og birtist aftur á Facebook um klukkutíma síðar. Myndbandið gerðu ungir stuðningsmenn Þóru og þar má m.a. sjá Unnstein Manúel í Retro Stefson, Dóra DNA og Hjalta Jón Sverrisson í hljómsveitinni Miri. Þar eru einnig Inga Lind Karlsdóttir og María Rut Kristinsdóttir sem situr í háskóla- og stúdentaráði fyrir Vöku, ásamt núverandi og nýútskrifuðum framhaldsskólanemum.

Stuðningsmannamyndbandið má sjá hér.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka