Þjóðkjörinn trúnaðarmaður fólksins

„Ég finn alveg að ég get gengt þessu starfi með þeim sóma sem þarf,“ segir Ari Trausti Guðmundsson forsetaframbjóðandi. „Ég tel mig sem 63 ára fjölskyldumann með langa reynslu af ýmsu í lífinu hafa mjög yfirgripsmikla og trausta þekkingu á fjölmörgu sem skiptir miklu máli í embætti forsetans. Ég hef þennan þekkingar og reynslu þunga sem ég tel forsetann þurfa, því hann vex ekki inn í þetta embætti, hann þarf þegar á fyrsta degi að koma fram sem maður með þekkingu og reynslu.“

Ari Trausti lítur svo á að forsetinn sé þjóðkjörinn trúnaðarmaður fólksins sem eigi ekki að taka pólitíska afstöðu. Hann eigi samt að taka fullan þátt í samfélagsumræðunni og auðga hana. Erlendis á forsetinn að vera talsmaður þjóðarinnar. „Þar gildir að hann sé ekki að draga taum fyrirtækja, einstaklinga, hagsmunasamtaka heldur geri þetta af víðsýni og þekkingu og án skrums. Það er mjög mikilvægt að þetta sé sem má kalla raunsönn mynd af landi og þjóð,“ segir Ari Trausti.

Ari Trausti  verður í ítarlegu viðtali í Morgunblaðinu um næstu helgi ásamt öðrum forsetaframbjóðendum

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert