Ólafur Ragnar með 58%

Ólafur Ragnar Grímsson
Ólafur Ragnar Grímsson Kristinn Ingvarsson

Ólaf­ur Ragn­ar Gríms­son mæl­ist nú með af­ger­andi fylgi en hann er með tvö­falt meira fylgi en Þóra Arn­órs­dótt­ir sam­kvæmt nýj­ustu skoðana­könn­un Stöðvar 2 og Frétta­blaðsins.

Vert er að geta þess að um­rædd könn­un er sú fyrsta sem birt­ist eft­ir að for­setafram­bjóðend­ur komu fram í umræðuþátt­um í sjón­varpi.

Sitj­andi for­seti mæl­ist með 58% fylgi þeirra sem taka af­stöðu. Þóra mæl­ist með 28%, Ari Trausti Guðmunds­son 8% og Her­dís Þor­geirs­dótt­ir með tæp 4%. Andrea Jó­hanna Ólafs­dótt­ir og Hann­es Bjarna­son mæl­ast bæði með eitt pró­sent.

Óákveðnir eru 28%.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert