Frambjóðendur opni bókhaldið

Andrea Ólafsdóttir, forsetaframbjóðandi.
Andrea Ólafsdóttir, forsetaframbjóðandi.

„Það er eðli­leg krafa kjós­enda að vita hvaðan pen­ing­arn­ir koma sem greiða svo dýr­keypt­ar aug­lýs­ing­ar til að styðja þann fram­bjóðanda í embætti for­seta – embætti sem er og verður alltaf póli­tískt í eðli sínu þar sem það er hluti af stjórn­skip­an lands­ins,“ seg­ir Andrea J. Ólafs­dótt­ir for­setafram­bjóðandi í frétta­til­kynn­ingu og vís­ar til þess að einn fram­bjóðenda aug­lýsi mikið þessa dag­ana.

Sjálf hafi Andrea ákveðið að taka ekki við styrkj­um frá fyr­ir­tækj­um. Hún hafi þegið föt að láni frá ís­lensk­um hönnuðum og sjálf­boðavinnu við ljós­mynd­un og heimasíðugerð. Að öðru leyti hafi hún ekki farið fram á fjár­hag­leg­an stuðning með öðrum hætti en að gefa upp banka­reikn­ing sinn og kenni­tölu á heimasíðunni. Inn á reikn­ing­inn hafi til þessa komið 26 þúsund krón­ur sem Andrea seg­ist þakk­lát fyr­ir. Þeir pen­ing­ar muni nýt­ast til þess að greiða fyr­ir kostnað vegna hýs­ing­ar á heimasíðunni og léns auk bens­íns.

„Ég var fyrst til að skora á alla for­setafram­bjóðend­ur á fund­in­um í Iðnó þann 30. maí að opna bók­haldið sitt og láta kjós­end­ur vita hvaðan fjár­fram­lög koma. Ég geri það aft­ur núna,“ seg­ir Andrea. Hún seg­ir að kjós­end­ur hljóti „að eiga kröfu á að vita hvaðan pen­ing­ar til sitj­andi for­seta koma. Aðrir fram­bjóðend­ur hafa ef­laust minna fjár­magn á bakvið sig, en eðli­legt að all­ir gefi það upp“.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert