Um 90 viðburðir á Þórudegi

Húsfyllir var á Þórudags skemmtidagskrá í Iðnó í dag.
Húsfyllir var á Þórudags skemmtidagskrá í Iðnó í dag. mbl.is/Eggert

Stuðningsmenn Þóru Arnórsdóttur um allt land tóku höndum saman í dag og héldu hinn svokallaða Þórudag. Boðið var upp á ríflega 90 viðburði í tilefni dagsins.

Meðal viðburða má nefna skemmtidagskrá í Edinborg á Ísafirði, Þórutré sem var gróðursett í Borgarfirði og í heita pottinum í Vesturbæjarlauginni hrópuðu menn ferfalt húrra kl. 9:32 í morgun. Þá var haldið ljósmyndaÞóruþon með þemað Sameinumst sem fór fram á netinu og margt fleira. Sumir viðburðirnir voru opnir gestum og gangandi en aðrir voru eingöngu fyrir vini eða fjölskyldu. 

Í tilkynningu frá stuðningsmönnum Þóru segir að markmiðið með Þórudeginum hafi verið að stuðningsfólk kæmi saman og nyti dagsins.

Í Iðnó í Reykjavík var boðið upp á sérstaka Þórudags-dagskrá þar sem fjöldi góðra gesta leit við, þeirra á meðal Gjörningaklúbburinn, Valgeir Guðjónsson, White Signal, rithöfundarnir Hallgrímur Helgason og Sindri Freysson, séra Þórir Stephensen, Felix Bergsson og Hjalti Þorkelsson úr Múgsefjun auk þess sem Þóra ávarpaði stuðningsfólk sitt. Á efri hæð Iðnó var dagskrá fyrir börnin þar sem boðið var upp á andlitsmálun, upplestur, origami- og spunasmiðju.

„Við sameinumst um Þóru“

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka