Framlög í kosningasjóð Þóru 11,7 milljónir

Þóra Arnórsdóttir, forsetaframbjóðandi.
Þóra Arnórsdóttir, forsetaframbjóðandi. mbl.is/Ómar Óskarsson

Þóra Arnórsdóttir hefur samtals fengið rúmar 11,7 milljónir króna í styrki vegna framboðs síns til embættis forseta Íslands miðað við daginn í gær. Þar segir að styrkirnir séu að langstærstu leyti frá einstaklingum eða 93% þeirra en 7% frá fyrirtækjum.

Þá segir að algengasta styrktarupphæðin sé þrjú þúsund krónur en meðaltalið í þeim efnum sé hins vegar rúmar 19 þúsund krónur. Fimm framlög séu yfir 200 þúsund krónum.

Ekki kemur hins vegar fram hversu mikið kosningabaráttan hafi kostað til þessa en samkvæmt upplýsingum frá kosningaskrifstofu Þóru er einungis þeim fjármunum varið til baráttunnar sem er aflað og engu umfram það. Stærstum hluta þeirrar upphæðar sem fengist hafi í styrki hafi þegar verið ráðstafað. Þá leggi Þóra og Svavar sjálf ekki fram fjármagn úr eigin vasa.

Þess má geta að fram kom hjá Þóru í kappræðum forsetaframbjóðenda á Stöð 2 í gærkvöldi að rúmlega 1,7 milljónum króna hafi verið varið í auglýsingar í kosningabaráttunni.

Kosningasíða Þóru Arnórsdóttur

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert