Tæp 16.000 atkvæði komin í hús

Alls hafa 15.961 íslendingur greitt utankjörfundaratkvæði í forsetakosningunum.
Alls hafa 15.961 íslendingur greitt utankjörfundaratkvæði í forsetakosningunum. Kristinn Ingvarsson

15.961 at­kvæði hef­ur verið greitt í utan­kjör­fund­ar­at­kvæðagreiðslu fyr­ir for­seta­kosn­ing­arn­ar næst­kom­andi laug­ar­dag sam­kvæmt upp­lýs­ing­um frá kjör­stjórn.

Þar af eru aðsend at­kvæði 1.598 tals­ins.

Í höfuðborg­inni voru greidd 2.000 at­kvæði í dag og heild­ar­fjöldi at­kvæða hjá sýslu­mann­in­um í Reykja­vík er þar með orðinn 8.500. Því hef­ur um helm­ing­ur greiddra at­kvæða komið frá Reykja­vík­ur­svæðinu. Þykir þessi utan­kjör­fund­araðsókn með besta móti, en að sögn full­trúa kjör­stjórn­ar skapaðist tals­verð ör­tröð á kjörstað í dag. Skýr­ing­in á því ligg­ur að ein­hverju leyti í polla­móti sem haldið verður í Vest­manna­eyj­um um helg­ina og marg­ir sem drifu sig á kjörstað í dag af þeim sök­um. 

Hægt er að greiða utan­kjör­fund­ar­at­kvæði hjá sýslu­mann­in­um í Reykja­vík í Laug­ar­dals­höll á milli klukk­an 10 og 22 dag­ana fram að kjör­degi.

Á kjör­dag verður opið frá kl. 10:00–17:00 fyr­ir þá kjós­end­ur sem ekki búa á höfuðborg­ar­svæðinu.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert