„Ólafur er ótrúlega vel giftur“

Bubbi Morthens.
Bubbi Morthens. mbl.is/Golli

„Ekki skemm­ir fyr­ir að Ólaf­ur er ótrú­lega vel gift­ur. Dor­rit hef­ur sýnt það og sannað að hún elsk­ar Ísland af öllu hjarta.“ Þetta seg­ir tón­list­armaður­inn Bubbi Mort­hens en hann til­kynn­ir í pistli að hann hygg­ist kjósa Ólaf Ragn­ar Gríms­son til end­ur­kjörs.

Bubbi seg­ir að Ólaf Ragn­ar sinn mann, hann sé með bein í nef­inu, for­seti sem þorir. „Ég tel að aðrir fram­bjóðend­ur hafi ekki það sem til þarf þegar á þenn­an víg­völl er komið.“

Þá seg­ir Bubbi að Ólaf­ur Ragn­ar hafi varið ís­lenska þjóð eft­ir­minni­lega þegar trúnaðar­menn þjóðar­inn­ar höfðu gef­ist upp og sætt sig við of­beld­is­fulla fram­komu Breta og Hol­lend­inga. „Þá var það Ólaf­ur Ragn­ar Gríms­son sem gerði það með þeim hætti að vakti at­hygli um all­an heim.“

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert