22 þúsund hafa greitt atkvæði

Beðið eftir að fá að kjósa í Laugardalshöll í gær.
Beðið eftir að fá að kjósa í Laugardalshöll í gær. mbl.is/Júlíus

22.279 atkvæði hafa nú verið greidd í utankjörfundaratkvæðagreiðslu fyrir forsetakosningarnar, samkvæmt upplýsingum frá starfsmanni atkvæðagreiðslunnar í Laugardalshöll.

Frá því klukkan 10 í morgun hafa 402 mætt í Laugardalshöll til að kjósa. Af þeim rúmlega 22 þúsund atkvæðum sem hafa verið greidd eru 2.152 aðsend.

Aðspurður sagði starfsmaður atkvæðagreiðslunnar að kjósendur þyrftu að bíða í u.þ.b. fimmtán mínútur í röð eftir að komast inn í kjörklefa en hingað til hefði allt gengið vel og væri fólk jákvætt og í sumarskapi.

Hægt er að greiða utankjörfundaratkvæði hjá sýslumanninum í Reykjavík í Laugardalshöll á milli klukkan 10 og 22 fram að kjördegi. Á laugardag verður opið frá kl. 10–17 fyrir þá kjósendur sem ekki búa á höfuðborgarsvæðinu.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert