Afgerandi forysta Ólafs Ragnars

Ólafur Ragnar Grímsson.
Ólafur Ragnar Grímsson. Ómar Óskarsson

Ólaf­ur Ragn­ar Gríms­son fengi rúm­an helm­ing at­kvæða, eða 50,8%, sam­kvæmt nýrri könn­un Gallup sem greint var frá í kvöld­frétt­um Rík­is­út­varps­ins. Þóra Arn­órs­dótt­ir fengi 33,6%, Ari Trausti 9,3%, Her­dís Þor­geirs­dótt­ir 3,4%, Andrea 2,5% og Hann­es Bjarna­son hálft pró­sent at­kvæða.

Gallup hef­ur síðan á sunnu­dag spurt 1.300 manns í viðhorfs­hópi og 800 manna slembiúr­tak úr þjóðskrá um for­seta­kosn­ing­arn­ar. 

Tíu pró­sent aðspurðra tóku ekki af­stöðu eða eru óákveðin og fækk­ar nokkuð í þeim hópi. Fimm pró­sent ætla að skila auðu eða ekki kjósa. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert