Ólafur Ragnar Grímsson fengi rúman helming atkvæða, eða 50,8%, samkvæmt nýrri könnun Gallup sem greint var frá í kvöldfréttum Ríkisútvarpsins. Þóra Arnórsdóttir fengi 33,6%, Ari Trausti 9,3%, Herdís Þorgeirsdóttir 3,4%, Andrea 2,5% og Hannes Bjarnason hálft prósent atkvæða.
Gallup hefur síðan á sunnudag spurt 1.300 manns í viðhorfshópi og 800 manna slembiúrtak úr þjóðskrá um forsetakosningarnar.
Tíu prósent aðspurðra tóku ekki afstöðu eða eru óákveðin og fækkar nokkuð í þeim hópi. Fimm prósent ætla að skila auðu eða ekki kjósa.