Tæp 30.000 atkvæði greidd

Kjósendur eru sólgnir í að greiða atkvæði utan kjörfundar
Kjósendur eru sólgnir í að greiða atkvæði utan kjörfundar Árni Sæberg

Fullt var út úr dyrum Laugardalshallar í allan dag þar sem utankjörfundaratkvæðagreiðsla fyrir forsetakosningar fer fram. Að sögn starfsmanna kjörfundarins er mikill fjöldi fólks á leið í sumarfrí um helgina og notar tækifærið til að kjósa áður en lagt er í hann. 

Alls greiddu 3.461 utankjörfundaratkvæði í dag og er þá heildaratkvæðafjöldi sem greiddur hefur verið utan kjörfundar 27.711, þar af aðsend 2.417.

Alls hafa 15.527 greitt atkvæði hjá sýslumanninum í Reykjavík. 

Á morgun, föstudag, verður hægt að kjósa á milli 10 og 22 og á kjördag verður opið frá kl. 10 –17 fyrir þá kjósendur sem ekki búa á höfuðborgarsvæðinu.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert