Tæp 30.000 atkvæði greidd

Kjósendur eru sólgnir í að greiða atkvæði utan kjörfundar
Kjósendur eru sólgnir í að greiða atkvæði utan kjörfundar Árni Sæberg

Fullt var út úr dyr­um Laug­ar­dals­hall­ar í all­an dag þar sem utan­kjör­fund­ar­at­kvæðagreiðsla fyr­ir for­seta­kosn­ing­ar fer fram. Að sögn starfs­manna kjör­fund­ar­ins er mik­ill fjöldi fólks á leið í sum­ar­frí um helg­ina og not­ar tæki­færið til að kjósa áður en lagt er í hann. 

Alls greiddu 3.461 utan­kjör­fund­ar­at­kvæði í dag og er þá heild­ar­at­kvæðafjöldi sem greidd­ur hef­ur verið utan kjör­fund­ar 27.711, þar af aðsend 2.417.

Alls hafa 15.527 greitt at­kvæði hjá sýslu­mann­in­um í Reykja­vík. 

Á morg­un, föstu­dag, verður hægt að kjósa á milli 10 og 22 og á kjör­dag verður opið frá kl. 10 –17 fyr­ir þá kjós­end­ur sem ekki búa á höfuðborg­ar­svæðinu.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka