Hannes búinn að greiða atkvæði

Hannes Bjarnason á kjörstað.
Hannes Bjarnason á kjörstað. mbl.is

Forsetaframbjóðandinn Hannes Bjarnason mætti á kjörstað í Akrahreppi í Skagafirði í dag og greiddi atkvæði. Í grein Hannesar í Morgunblaðinu dag segir hann ósk um að þjóna landi og þjóð hafa orðið til þess að hann bauð sig fram. Hann sé knúinn áfram af innri þrá til þess að koma að og taka þátt í því að móta framtíð landsins.

„Hvað sem hver og einn velur þá vona ég að sérhver taki afstöðu út frá eigin sannfæringu og láti ekki leiðast eða glepjast af hugsunum og gjörningum annarra. Því miður finnst mér það loða svolítið við kosningabaráttuna í þessum kosningum,“ segir í grein Hannesar.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert