„Held að úrslitin séu ráðin“

Frambjóðendur hjá RÚV.
Frambjóðendur hjá RÚV. mbl.is/Árni Sæberg

„Ég held að úrslitin séu ráðin,“ sagði Ólafur Þ. Harðarson stjórnmálafræðiprófessor í beinni útsendingu Ríkisútvarpsins, kosningasjónvarpinu. Hann segist ekki sjá fyrir sér að tölurnar breytist mikið úr þessu. Ólafur Ragnar Grímsson er með 52,3% í framreiknaðri spá þegar tölur eru komnar úr öllum kjördæmum. Samkvæmt sömu spá er Þóra Arnórsdóttir með 33,8%. 

Frambjóðendur voru í raun allir á sömu skoðun þegar rætt var við þá í kosningasjónvarpinu. Ólafi var óskað til hamingju með sigurinn og spáð var í spilin varðandi framhald annarra en Ólafs. Allir sögðust hins vegar ganga sáttir frá borði.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert