Kjósum sátt

Þóra Arnórsdóttir
Þóra Arnórsdóttir mbl.is/Eggert Jóhannesson

Þóra Arn­órs­dótt­ir hvet­ur þjóðina til þess að end­ur­vekja traust, heiðarleika og umb­urðarlyndi í grein í Morg­un­blaðinu í dag.

„Kæru lands­menn. Þá er kjör­dag­ur runn­inn upp. Það hef­ur verið lær­dóms­ríkt og gef­andi að fara í gegn­um þetta tíma­bil kosn­inga­bar­áttu. Það hef­ur veitt mér tæki­færi til að hitta þúsund­ir Íslend­inga og fá staðfest enn og aft­ur hversu gott fólk býr í þessu landi. Það hef­ur eflt mig í þeirri trú að framtíðar­horf­ur okk­ar séu sér­deil­is góðar, ef rétt verður haldið á mál­um.

Kosn­inga­bar­átt­an hef­ur einnig staðfest það sem ég tel einn okk­ar helsta löst. Hún hef­ur mikið til farið fram á net­inu og ekki verið fal­leg. Tor­tryggni, upp­hróp­an­ir, óhróður og ósann­indi hafa flogið þar um og komið illa við marga. Sagt er að þetta sé eðli­leg­ur fylgi­fisk­ur kosn­inga, einkum í per­sónu­kjöri eins og for­seta­kosn­ing­ar eru. Því er ég ósam­mála. Ég tel ein­boðið að nú sé kom­inn tími til að við hefj­um umræðuna á annað og betra svið, fylgj­um lög­mál­um rök­ræðunn­ar og fjöll­um um mál­efni af virðingu fyr­ir sjón­ar­miðum annarra.

Þótt for­seti Íslands sé ekki odd­viti rík­is­stjórn­ar og hafi tak­mörkuð póli­tísk völd, er áhrifa­mátt­ur embætt­is­ins mik­ill. Í kosn­inga­bar­átt­unni hafa vaknað tíma­bær­ar umræður um hlut­verk for­set­ans og hvernig hann get­ur átt þátt í að byggja hér upp betri framtíð án þess að gleyma dýr­keyptri reynslu síðustu ára.

Góðæris­ár­in eru að baki, hruns­ár­in eru að baki, nú er kom­inn tími end­ur­reisn­ar og upp­bygg­ing­ar. Lát­um ekki tal um óvissu og drunga hræða okk­ur til að ganga til móts við framtíðina hníp­in með hnút í maga. Við eig­um þvert á móti að taka mót nýj­um tím­um bein í baki, með já­kvæðum huga. Ræða þau tæki­færi sem nú eru til staðar til að móta sam­fé­lag framtíðar­inn­ar. Á hvaða gild­um vilj­um við byggja? Það er ekki ómerki­legt að ræða lífs­gild­in, því þau ráða miklu um það hvernig okk­ur líður. End­ur­reis­um traust, heiðarleika og umb­urðarlyndi, ræðum um það sem ger­ir lífið þess virði að lifa því. Leyf­um okk­ur að vera glöð. Ísland er enn eitt rík­asta land í heimi, hér er gott að ala upp börn og hér býr fólk sem hef­ur metnað og vilja til að bæta úr þeim vanda sem við er að etja um leið og byggt er upp.

Sitj­andi for­seti hef­ur aldrei þurft að leggja í viðlíka kosn­inga­bar­áttu áður, til að halda sæti sínu. Þeir hafa hingað til látið duga að sinna embætt­inu og láta meta sig af verk­um sín­um. Hver svo sem úr­slit kosn­ing­anna verða er ég stolt af þeim mikla ár­angri sem þegar hef­ur náðst. Um leið vil ég hvetja Íslend­inga til að nýta það tæki­færi sem gefst í dag til að brjóta enn eitt blað í Íslands­sög­unni. Mun­um að það er ekki verið að kjósa for­seta til síðustu fjög­urra ára, held­ur næstu fjög­urra.“

Þóra Arn­órs­dótt­ir

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert