Minni kjörsókn hingað til

Sam­kvæmt for­mönn­um yfir­kjör­stjórna er kjör­sókn klukk­an 15 al­mennt minni en í fyrri kosn­ing­um. Kjör­sókn klukk­an 15 er á bil­inu 25-30%  

NV-kjör­dæmi

Kjör­sókn á Norðvest­ur­landi er 30,69% og höfðu 6.560 manns kosið á kjör­fundi klukk­an 16.30.

NA-kjör­dæmi

Ekki eru tekn­ar upp­lýs­ing­ar um kjör­sókn í NA-kjör­dæmi í heild sinni en á Ak­ur­eyri höfðu 4.004 kosið klukk­an 15 sem er 29,9% kjör­sókn. Það er svipuð kjör­sókn og var á sama tíma í for­seta­kosn­ing­um árið 2004 þegar 29,6% höfðu kosið. Utan­kjör­fund­ar­at­kvæði hafa yf­ir­leitt verið 1.000-1.500 í alþing­is­kosn­ing­um en eru tæp 3.000 núna. Árið 2004 voru 1.056 utan­kjör­fund­ar­at­kvæði í heild.

Suður­kjör­dæmi

 Klukk­an 15 höfðu 9.360 manns kosið sem er 28,02% kjör­sókn. Það er tölu­vert minna en í und­an­förn­um kosn­ing­um. En sam­kvæmt yfir­kjör­stjórn kann það að helg­ast af því að „gíf­ur­leg­ur fjöldi“ at­kvæða var greidd­ur utan kjör­fund­ar.  

Reykja­vík norður

Klukk­an 15 höfðu sam­tals 11.276 kosið sem er 25% kjör­sókn. Til sam­an­b­urðar höfðu 35,47% kosið á sama tíma í alþing­is­kosn­ing­um árið 2009.   

Reykja­vík suður

Klukk­an 15 voru 12.422 bún­ir að kjósa sem er 27,7% kjör­sókn.

Til sam­an­b­urðar höfðu 36,7% kosið kl. 15 í alþing­is­kosn­ing­um árið 2009.

SV-kjör­dæmi

Kjör­sókn í Suðvest­ur­kjör­dæmi kl. 15:00 er 27,1%,  16.838 manns hafa kosið. Til sam­an­b­urðar höfðu 36,2% kosið á sama tíma í alþing­is­kosn­ing­um árið 2009.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert