„Sinnuleysi gagnvart kosningum“

Kjósendur í Hafnarfirði.
Kjósendur í Hafnarfirði. mbl.is/GSH

Pró­fess­or í stjórn­mála­fræði seg­ir ýmis teikn á lofti um það að kjör­sókn verði minni en venja hef­ur verið. Hann seg­ir að leiða á stjórn­mál­um geti verið um að kenna.

„Í for­seta­kosn­ing­um þar sem hef­ur verið al­vöruslag­ur hef­ur kjör­sókn alltaf verið svipuð og í þeim alþing­is­kosn­ing­um sem voru árin í kring,“ seg­ir Grét­ar Þór Eyþórs­son, pró­fess­or í stjórn­mála­fræði.

„Ef við miðum við síðustu alþing­is­kosn­ing­ar þá benda töl­ur til þess að kjör­sókn sé lít­il. Hins veg­ar má ekki gleyma því að það varð tölu­vert hrun í kjör­sókn í sveit­ar­stjórn­ar­kosn­ing­um árið 2010. Það þarf því ekki að koma á óvart ef kjör­sókn verður ekki mik­il. Svo virðist sem þetta hrun hafi leitt af sér leiða og sinnu­leysi gagn­vart kosn­ing­um,“ seg­ir Grét­ar.

Kosn­ingaþátt­taka í alþing­is­kosn­ing­um árið 2009 var í kring­um 85%. Klukk­an 15 gáfu töl­ur um kjör­sókn til kynna að hún væri allt að 10% minni en á sama tíma í alþing­is­kosn­ing­un­um 2009. Þó ber að taka það fram að utan­kjör­fund­ar­at­kvæði hafa ekki verið fleiri í manna minn­um. Um 35.000 manns hafa kosið utan kjör­fund­ar.

Grét­ar tel­ur engu að síður kjör­sókn litla.

„Þess­ar töl­ur benda til þess að þátt­tak­an gæti verið und­ir 80%.

Hann set­ur þó þann fyr­ir­vara á að betra sé að fara eft­ir töl­um um kjör­sókn um kvöld­mat­ar­leytið. Eft­ir þann tíma fækki kjós­end­um á kjörstað hratt.

Grétar Þór Eyþórsson stjórnmálafræðingur.
Grét­ar Þór Eyþórs­son stjórn­mála­fræðing­ur.
mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert