Um 40% kjörsókn í Reykjavík

Ráðhúsið kjörkassar
Ráðhúsið kjörkassar Árni Sæberg

Klukkan 18 í kvöld höfðu 35.323 greitt atkvæði forsetakosningunum í Ráðhúsi Reykjavíkur. Í Reykjavík suður höfðu 18.274 greitt atkvæði eða 40,74% af kjörskrá og í Reykjavík norður höfðu 17.049 greitt atkvæði eða 37,85% af kjörskrá.

Til samanburðar höfðu 57,66% greitt atkvæði í Reykjavík suður á sama tíma í Alþingiskosningunum 2009 og 55,84% í Reykjavík norður.

Kjörsókn í Suðvesturkjördæmi kl. 18 var 40,2% og höfðu þá 24.930 manns hafa kosið.

Til samanburðar höfðu 34.372 kosið eða 59,1% í Alþingiskosningunum 2009.

Kjörsókn í Fjarðabyggð kl. 18 var 43,26% en þá höfðu 1.380 greitt atkvæði.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert