Krafa um aukið lýðræði

Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands.
Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands. mbl.is/Eggert Jóhannesson

„Mér er efst í huga þakklæti,“ sagði Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, í hádegisfréttum Ríkisútvarpsins. Hann sagði að niðurstaða kosninganna væri stuðningur við störf hans til þessa og áherslur í forsetaembættinu.

Hann sagði að það mikilvægasta við kosninguna væri sú lýðræðisbylting sem átt hefði sér stað hér á landi sem fælist í aukinni kröfu fólks um að koma að ákvörðunum. Hann sagði kosningarnar ekki hafa snúist um hann sem forseta heldur um þessa lýðræðisbyltingu.

Spurður um kjörsóknina hafnaði hann því að hún væri óeðlilega lítil og vísaði meðal annars í því sambandi til minnkandi kjörsóknar í Evrópu og góðs veðurs. Hann sagðist hins vegar telja að minnkandi kjörsókn væri fyrst og fremst Reykjavíkurvandi eins og hann orðaði það enda hefði þátttakan almennt verið mun betri á landsbyggðinni.

Þá sagði Ólafur umræðu um baklands hans vera á nokkrum villigötum. Stuðningsmenn hans hefðu komið úr öllum stjórnmálaflokkum en ekki aðeins úr flokkum í stjórnarandstöðunni.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka