Segir kosningu Ólafs ekki sannfærandi

Ólína Þorvarðardóttir, þingmaður Samfylkingarinnar.
Ólína Þorvarðardóttir, þingmaður Samfylkingarinnar. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Ólína Þor­varðardótt­ir, þingmaður Sam­fylk­ing­ar­inn­ar, seg­ir á heimasíðu sinni nú í morg­un að niðurstaða for­seta­kosn­ing­anna hljóti að vera Ólafi Ragn­ari Gríms­syni mikið um­hugs­un­ar­efni.

„Því varla hef­ur hann bú­ist við því þegar hann sá sig um hönd eft­ir ára­mót­in og ákvað að gefa kost á sér enn eitt kjör­tíma­bilið, að hann myndi ein­ung­is hljóta stuðning 35% at­kvæðis­bærra manna í land­inu — þ.e. 52,8% þeirra 69,2% sem yf­ir­leitt skiluðu sér á kjörstað,“ seg­ir hún.

Ólína seg­ir það af og frá að kosn­ing Ólafs sé sann­fær­andi þótt niðurstaðan sé ótví­ræð. „Ein­hver gæti sagt að þetta væri gula spjaldið.“

Heimasíða Ólínu Þor­varðardótt­ur

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka