Segir sigur Ólafs ósigur ríkisstjórnarinnar

Hannes Hólmsteinn Gissurarson, prófessor.
Hannes Hólmsteinn Gissurarson, prófessor. mbl.is/Golli

„Sigur Ólafs Ragnars er ósigur stjórnarinnar og sigur stjórnarandstöðunnar,“ segir Hannes Hólmsteinn Gissurarson stjórnmálafræðiprófessor á heimasíðu sinni í morgun um úrslit forsetakosninganna. Hann segir að vitað sé að báðir oddvitar ríkisstjórnarinnar hafi stutt framboð Þóru Arnórsdóttur.

Hannes segir ekki vandséð hvers vegna framsóknarmenn og sjálfstæðismenn hafi kosið Ólaf upp til hópa og vísar þar einkum til Icesave-málsins en einnig til Evrópumálanna. „Kjósendur Ólafs Ragnars þekkja gallana í fari hans og vona, að miklir kostir verði þeim yfirsterkari,“ segir hann ennfremur á heimasíðu sinni.

Heimasíða Hannesar Hólmsteins Gissurarsonar

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka