„Tilraunin mistókst – skiljanlega“

Björn Valur Gíslason
Björn Valur Gíslason mbl.is/Ómar Óskarsson

„Eng­inn for­seti hef­ur reynst eins mik­ill ör­laga­vald­ur í sögu lýðveld­is­sög­unn­ar og lagt jafn mikl­ar byrðar á herðar þjóð sinni sem Ólaf­ur Ragn­ar Gríms­son hef­ur gert,“ seg­ir Björn Val­ur Gísla­son, þing­flokks­formaður Vinstri grænna, og einnig að það hljóti að valda áhyggj­um hversu lít­inn stuðning hann fékk.

Björn Val­ur seg­ir í pistli á vefsvæði sínu að þrennt standi upp úr eft­ir kosn­ing­arn­ar. Í fyrsta lagi hversu lít­il kjör­sókn hafi verið, í öðru lagi lít­ill stuðning­ur við sitj­andi for­seta og í þriðja lagi að ekki hafi fund­ist nógu kraft­mik­ill fram­bjóðandi til að fella þann Ólaf Ragn­ar. „Helm­ing­ur þjóðar­inn­ar er ósátt­ur við for­seta sinn, vill hann frá. Það und­ir­strik­ar klofn­ing­inn meðal þjóðar­inn­ar sem for­set­inn sjálf­ur átti ekki svo lít­inn þátt í að skapa í aðdrag­anda hruns­ins,“ seg­ir Björn Val­ur og að fram­boðið hafi verið til­raun Ólafs til að bæta ímynd sína og end­ur­skrifa sög­una sér í vil. „Til­raun­in mistókst – skilj­an­lega.“

Þá seg­ir Björn Val­ur að sag­an muni skrifa sig sjálf hvað það varðar þó til­raun­ir verði gerðar til að hagræða henni. „For­set­inn hef­ur nán­ast boðað að hann muni af­nema þing­ræði í land­inu þegar hon­um sýn­ist svo. Hann hef­ur í aðdrag­anda kosn­ing­anna talað þannig um stjórn­skip­an lands­ins að rétt er að hafa veru­leg­ar áhyggj­ur af. Samt stíg­ur eng­inn fram sem þjóðin get­ur gert að sam­ein­ing­ar­tákni sínu sem for­seta lands­ins.“

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert