Afgerandi sigur forsetans

Ólafur Ragnar Grímsson
Ólafur Ragnar Grímsson mbl.is/Árni Sæberg

Ólaf­ur Ragn­ar Gríms­son, for­seti Íslands, hlaut 52,78% gildra at­kvæða í for­seta­kosn­ing­un­um á laug­ar­dag­inn var. Þóra Arn­órs­dótt­ir, helsti keppi­naut­ur hans, hlaut 33,16% at­kvæða. Af öðrum fram­bjóðend­um varð Ari Trausti Guðmunds­son hlut­skarp­ast­ur með rúm­lega 8% at­kvæða. Fylgi Ólafs Ragn­ars var alls staðar yfir 50% nema í Reykja­vík. Ljóst var frá fyrstu töl­um í hvað stefndi, en fylgi Ólafs var lang­mest í Suður­kjör­dæmi, þar sem hann var með 63,57% fylgi.

Kjör­sókn fór hægt af stað og fljót­lega varð ljóst að hún yrði minni en vana­legt er. Hins veg­ar var fjöldi utan­kjör­fund­ar­at­kvæða með mesta móti. Kjör­sókn var lak­ari í Reykja­vík en í hinum kjör­dæmun­um. Birg­ir Guðmunds­son stjórn­mála­fræðing­ur seg­ir að al­menn þreyta með stjórn­mál geti hafa átt þátt í því.

Það vakti at­hygli að könn­un Gallups sem birt­ist tveim­ur dög­um fyr­ir kosn­ing­arn­ar reynd­ist vera mjög ná­lægt úr­slit­un­um. Ein­ar Ein­ars­son, fram­kvæmda­stjóri Capacent rann­sókna, seg­ir að skoðanakann­an­ir hafi lít­il sem eng­in áhrif á niður­stöður kosn­inga.

Ólaf­ur Ragn­ar seg­ir í viðtali við Morg­un­blaðið að hann sé mjög þakk­lát­ur fyr­ir þann stuðning sem sér hafi verið sýnd­ur.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka