Birkir Jón hættir á þingi

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson og Birkir Jón Jónsson.
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson og Birkir Jón Jónsson. mbl.is/Árni Sæberg

Birk­ir Jón Jóns­son, vara­formaður Fram­sókn­ar­flokks­ins, hef­ur ákveðið að gefa ekki kost á sér til áfram­hald­andi þing­setu eft­ir þetta kjör­tíma­bil af per­sónu­leg­um ástæðum og muni ekki sækj­ast eft­ir end­ur­kjöri sem vara­formaður Fram­sókn­ar­flokks­ins.

Sig­mund­ur Davíð Gunn­laugs­son, formaður flokks­ins, sæk­ist nú eft­ir efsta sæti á fram­boðslista flokks­ins í Norðaust­ur­kjör­dæmi en Hösk­uld­ur Þór­halls­son, þingmaður Fram­sókn­ar­flokks­ins í kjör­dæm­inu, lýsti því yfir í vik­unni að hann sækt­ist eft­ir því sæti. Sig­mund­ur Davíð sit­ur nú á Alþingi fyr­ir Reykja­vík­ur­kjör­dæmi norður.

Þetta kem­ur fram í yf­ir­lýs­ing­um, sem þeir Birk­ir Jón og Sig­mund­ur Davíð sendu frá sér í dag. Þær eru eft­ir­far­andi:

Yf­ir­lýs­ing frá Birki Jóni Jóns­syni:

Ég hef ákveðið að gefa ekki kost á mér til áfram­hald­andi þing­setu eft­ir þetta kjör­tíma­bil af per­sónu­leg­um ástæðum og mun ekki sækj­ast eft­ir end­ur­kjöri sem vara­formaður Fram­sókn­ar­flokks­ins. Ég hef á sl. 15 árum helgað líf mitt stjórn­mál­um og á þess­um tíma­punkti hef ég ákveðið að snúa mér að öðrum verk­efn­um. Ég vil þakka fram­sókn­ar­fólki um allt land frá­bært sam­starf síðustu ár og er ákaf­lega þakk­lát­ur fyr­ir það traust sem mér hef­ur verið sýnt sem vara­for­manni Fram­sókn­ar­flokks­ins og odd­vita í Norðaust­ur­kjör­dæmi. Und­an­farn­ar vik­ur hef ég hvatt Sig­mund Davíð Gunn­laugs­son, formann flokks­ins, til að bjóða sig fram í kjör­dæm­inu. Um leið og ég þakka Sig­mundi gott og ár­ang­urs­ríkt sam­starf fagna ég því að hann skuli vilja bjóða fram krafta sína.

Birk­ir Jón Jóns­son, vara­formaður Fram­sókn­ar­flokks­ins.

Yf­ir­lýs­ing frá Sig­mundi Davíð Gunn­laugs­syni:

Um leið og ég þakka Birki Jóni fyr­ir gott og ánægju­legt sam­starf und­an­far­in þrjú ár óska ég hon­um alls hins besta á þeirri braut sem hann hef­ur nú kosið. Sam­skipti okk­ar Birk­is hafa frá upp­hafi verið frá­bær. Á sín­um tíma, þegar ég hóf þátt­töku í stjórn­mál­um, fyr­ir áeggj­an fólks í Norðaust­ur­kjör­dæmi, bauðst Birk­ir Jón til þess að fyrra bragði að stíga til hliðar þegar hart var lagt að mér að bjóða mig fram fyr­ir kjör­dæmið. Ég afþakkaði það að sinni og lýsti því yfir að ég myndi byrja á því að bjóða mig fram í Reykja­vík. En nú þegar Birk­ir Jón hverf­ur á braut hyggst ég sækj­ast eft­ir því að vera í fram­boði fyr­ir Fram­sókn­ar­flokk­inn í Norðaust­ur­kjör­dæmi og taka þátt í bar­átt­unni fyr­ir því að flokk­ur­inn end­ur­heimti stöðu sína sem stærsti flokk­ur kjör­dæm­is­ins.

Sig­mund­ur Davíð Gunn­laugs­son, formaður Fram­sókn­ar­flokks­ins.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert