Ögmundur Jónasson, innanríkisráðherra, hyggst bjóða sig fram til áframhaldandi þingsetu. Hann vildi þó ekki staðfesta hvort hann muni áfram bjóða sig fram í Suðvesturkjördæmi.
„Ég ef með það í huga að bjóða mig fram til áframhaldandi þingsetu,“ segir Ögmundur Jónasson. Hann vildi ekki staðfesta það hvort hann muni áfram bjóða sig fram í Suðvesturkjördæmi líkt og hann gerði í alþingkosningunum árið 2009. „Ég ætla bara að halda áfram í pólitík og er að horfa til míns flokks,“ segir Ögmundur.
Ólafur Þór Gunnarsson hyggst gefa kost á sér til að leiða lista Vinstri grænna í Suðvesturkjördæmi í kosningum næsta vor en Guðfríður Lilja Grétarsdóttir er í 1. sæti á lista flokksins í kjördæminu eins og sakir standa.