Ásta Ragnheiður Jóhannesdóttir skilaði ekki inn framboði í prófkjör Samfylkingarinnar í Reykjavík. Þetta staðfesti Stefán Benediktsson, formaður kjörstjórnar, við mbl.is. Framboðsfrestur í flokksval Samfylkingarinnar í Reykjavík rann út kl. 19 í gærkvöldi.
Ásta Ragnheiður hefur verið þingmaður frá árinu 1995 og situr nú sem forseti Alþingis. Hún hefur setið fyrir Þjóðvaka, Alþýðuflokkinn og Samfylkinguna.
Ekki náðist í Ástu Ragnheiði og því er óvíst hvort hún hyggst hætta í pólitík eða bjóða sig fram í öðru kjördæmi.