Framtíðin óráðin segir Ásta

ÁSTA Ragnheiður Jóhannesdóttir.
ÁSTA Ragnheiður Jóhannesdóttir. mbl.is

„Ég hef ákveðið að taka ekki þátt í prófkjörinu í Reykjavík. Tíminn verður að leiða það í ljós hvað framtíðin ber í skauti sér,“ segir Ásta Ragnheiður Jóhannesdóttir þingmaður Samfylkingarinnar og forseti Alþingis.

Ásta Ragnheiður var 1. varaforseti frá árinu 2007. Félagsmálaráðherra í minnihlutastjórn Jóhönnu Sigurðardóttir. Hún hefur gengt embætti forseta Alþingis á yfirstandandi kjörtímabili. 

Hún var fyrst kosin inn á þing árið 1995 fyrir þjóðvaka. Hún hefur einnig setið á þingi fyrir Alþýðuflokkinn og Samfylkinguna. 

Fyrst kom hún inn á þing sem varaþingmaður fyrir Framsóknarflokkinn árið 1987.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert