Úrslit leysa ekki togstreitu innan VG

„Niðurstöður flokksvalsins endurspegla þau átök sem hafa verið innan VG …
„Niðurstöður flokksvalsins endurspegla þau átök sem hafa verið innan VG , en Ögmundur hefur verið mjög gagnrýninn á Evrópusambandsaðildina og á móti Icesave,“ segir Stefanía Óskarsdóttir. mbl.is/Eggert

„Af þeim 487 sem kusu eru held­ur fleiri sem kjósa Ögmund en Ólaf Þór Gunn­ars­son. Það sýn­ir ákveðna flokka­drætti, nú er Ögmund­ur einn af stofn­end­um Vinstri grænna og hef­ur alltaf verið for­ystumaður í flokkn­um. Guðfríður Lilja gef­ur ekki kost á sér, Ólaf­ur fær ágæt­is kosn­ingu en Ögmund­ur hef­ur bet­ur,“ seg­ir Stef­an­ía Óskars­dótt­ir stjórn­mála­fræðing­ur um niður­stöður for­vals Vinstri grænna í Krag­an­um. Ögmund­ur Jónas­son hlaut 261 at­kvæði sem tryggði hon­um fyrsta sæti á list­an­um en Ólaf­ur Þór hafnaði í öðru sæti með 234 at­kvæði. Því skildu 27 at­kvæði þá að.

„Niðurstaðan end­ur­spegl­ar þau átök sem hafa verið í flokkn­um, en Ögmund­ur hef­ur verið sem full­trúi síns hóps mjög gagn­rýn­inn á Evr­ópu­sam­bandsaðild­ina og á móti Ices­a­ve auk þess sem hann var sett­ur út úr rík­is­stjórn á tíma­bili,“seg­ir Stef­an­ía. „Um er að ræða tvær nán­ast jafn­sterk­ar fylk­ing­ar inn­an flokks­ins og ljóst er að þess­ar niður­stöður leysa ekki tog­streit­una þar á milli,“ seg­ir Stef­an­ía. „Hefði Ögmund­ur tapað hefðu lík­urn­ar á fram­boði þeirra sem eru skeptísk­ir á Stein­grím auk­ist,“ seg­ir Stef­an­ía. 

Van­hugsað fram­boð Björns Vals

Í Reykja­vík komu niður­stöður próf­kjörs VG fáum á óvart að sögn Stef­an­íu. „Þar verða í raun­inni eng­ar breyt­ing­ar, staðan er nokk­urn veg­inn óbreytt. Kann­an­ir hafa sýnt að Katrín Jak­obs­dótt­ir nýt­ur mik­ils trausts í sín­um störf­um og senni­lega sá ráðherra sem fólk treyst­ir hvað best. Það er því al­veg eft­ir bók­inni að hún, Svandís Svavars­dótt­ir og Árni Þór Sig­urðsson nái efstu sæt­un­um,“ seg­ir Stef­an­ía. 

Að henn­ar sögn var lík­ast til um van­hugsaða ákvörðun að ræða hjá Birni Val Gísla­syni þegar hann bauð sig fram í Reykja­vík­ur­kjör­dæmi. „Hann ákveður að sækja fram, sýni­lega með stutt­um fyr­ir­vara og án und­ir­bún­ings því hann út­skýr­ir tapið með því að hann eigi sér ein­fald­lega ekki stuðnings­menn í þessu kjör­dæmi. Þetta virðist því hafa verið svo­lítið van­hugsað hjá hon­um að fara fram hér í Reykja­vík þar sem hann á ekki tryggðan stuðning,“ seg­ir Stef­an­ía. 


„Kannanir hafa sýnt að Katrín Jakobsdóttir nýtur mikils trausts í …
„Kann­an­ir hafa sýnt að Katrín Jak­obs­dótt­ir nýt­ur mik­ils trausts í sín­um störf­um og senni­lega sá ráðherra sem fólk treyst­ir hvað best,“ seg­ir Stef­an­ía Óskars­dótt­ir stjórn­mála­fræðing­ur.
mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert