„Ég er náttúrlega mjög sátt og þakklát fyrir stuðninginn,“ segir Katrín Jakobsdóttir, mennta- og menningamálaráðherra, en hún hlaut fyrsta sætið í forvali Vinstri grænna í Reykjavík sem fram fór í gær. Samtals hlaut Katrín 547 atkvæði.
Að sögn Katrínar er hún ánægð með niðurstöðuna en hún segir góða frambjóðendur hafa verið boði. „Já, ég held ég hefði orðið ánægð með hann hvernig sem þetta hefði farið, það er valinn maður í hverju rúmi þannig að ég er bjartsýn eftir þetta,“ segir Katrín aðspurð hvernig henni lítist á lista flokksins í kjördæminu.