Jón Gnarr, borgarstjóri Reykjavíkur, verður í fimmta sæti á lista Bjartrar framtíðar í Reykjavíkurkjördæmi norður fyrir þingkosningarnar í vor.
Tillögur að uppstillingu í 4-5 efstu sætum á listum Bjartrar framtíðar voru samþykktar einróma á stjórnarfundi flokksins í gær.
Atli Fannar Bjarkason, upplýsingafulltrúi Bjartrar framtíðar, staðfestir þetta í samtali við mbl.is. Hann segir að listarnir verði kynntir í heild á nýju ári.
Í hádeginu upplýsti Jón að hann muni vera í fimmta sæti í Reykjavíkurkjördæmi norður, en þetta kemur fram í Dagbók borgarstjóra á Facebook.