Steingrímur J. Sigfússon, formaður Vinstri grænna, segist þakklátur fyrir þann afgerandi stuðning sem hann hlaut í forvali flokksins í Norðausturkjördæmi í dag. Hann fékk 199 atkvæði í fyrsta sæti, en alls kaus 261. Á kjörskrá voru 722 og var kosningaþátttakan því um 36%.
„Því miður var þátttakan ekki meiri, en ég bendi á að í prófkjörum og forvölum hjá öðrum flokkum hefur þátttakan almennt ekki verið mikil á undanförnum vikum,“ segir Steingrímur í samtali við Vikudag.
Bjarkey Gunnarsdóttir varaþingmaður hafnaði í öðru sæti forvalsins og í því þriðja Edward H.Huijbens.
„Mér sýnist þetta vera sterkur listi og hlakka til að starfa með þessum góða hópi,“ segir Steingrímur ennfremur í viðtalinu.