Steingrímur: Sterkur listi

Steingrímur J. Sigfússon.
Steingrímur J. Sigfússon. mbl.is/Ómar Óskarsson

Stein­grím­ur J. Sig­fús­son, formaður Vinstri grænna, seg­ist þakk­lát­ur fyr­ir þann af­ger­andi stuðning sem hann hlaut í for­vali flokks­ins í Norðaust­ur­kjör­dæmi í dag. Hann fékk 199 at­kvæði í fyrsta sæti, en alls kaus 261. Á kjör­skrá voru 722 og var kosn­ingaþátt­tak­an því um 36%.

„Því miður var þátt­tak­an ekki meiri, en ég bendi á að í próf­kjör­um og for­völ­um hjá öðrum flokk­um hef­ur þátt­tak­an al­mennt ekki verið mik­il á und­an­förn­um vik­um,“ seg­ir Stein­grím­ur í sam­tali við Viku­dag.

Bjarkey Gunn­ars­dótt­ir varaþingmaður hafnaði í öðru sæti for­vals­ins og í því þriðja Edw­ard H.Huij­bens.

„Mér sýn­ist þetta vera sterk­ur listi og hlakka til að starfa með þess­um góða hópi,“ seg­ir Stein­grím­ur enn­frem­ur í viðtal­inu.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert