Árni Páll: Mikilvægt að ein regla gildi

Árni Páll Árnason vill leiða Samfylkinguna.
Árni Páll Árnason vill leiða Samfylkinguna. mbl.is/Eggert

Árni Páll Árna­son, sem býður sig fram til for­manns Sam­fylk­ing­ar­inn­ar, seg­ist hafa fundið fyr­ir ótta hjá fólki um hvaða regl­ur muni gilda vegna for­manns­kjörs­ins. Hann seg­ir mik­il­vægt að ein regla gildi um skil­yrði kosn­inga­rétt­ar í öll­um fé­lög­um um allt land.

Þetta kem­ur fram í færslu sem Árni Páll skrifaði á face­book-síðu sína í kvöld.

„Ég hef fundið fyr­ir ótta hjá fólki um hvaða regl­ur muni gilda vegna for­manns­kjörs.
Það er mik­il­vægt að ein regla gildi um skil­yrði kosn­inga­rétt­ar í öll­um fé­lög­um um allt land. Alls­herj­ar­at­kvæðagreiðsla um formann á að vera lýðræðis­veisla í boði Sam­fylk­ing­ar­inn­ar, sem öll­um lands­mönn­um býðst að taka þátt í ef þeir skrá sig í flokks­fé­lag. All­ir fé­lag­ar í flokkn­um hljóta því líka að geta tekið þátt,“ skrif­ar Árni Páll.

„Sjálfs­traust Sam­fylk­ing­ar­inn­ar birt­ist í því að þora að vera op­inn flokk­ur. Við erum lýðræðis­leg fjölda­hreyf­ing og bjóðum öll­um að hafa áhrif. Það grein­ir okk­ur frá öðrum flokk­um. Þannig skul­um við hafa það áfram,“ seg­ir hann enn­frem­ur.

Fram­boðsfrest­ur til for­manns Sam­fylk­ing­ar­inn­ar renn­ur út nk. föstu­dag kl. 12.00, að því er seg­ir á vef Sam­fylk­ing­ar­inn­ar.

Nýr formaður Sam­fylk­ing­ar­inn­ar verður kos­inn í ra­f­rænni alls­herj­ar­at­kvæðagreiðslu allra skráðra fé­laga dag­ana 18. janú­ar til kl. 18.00 þann 28. janú­ar. At­kvæðis­rétt hafa all­ir skráðir fé­lag­ar í Sam­fylk­ing­unni sem eru skráðir í flokk­inn í síðasta lagi föstu­dag­inn 11. janú­ar 2013 kl. 18.00.


mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert