Framtíð Samstöðu verði ákveðin á landsfundi

Lilja Mósesdóttir var á meðal þeirra sem skoraði á framkvæmdaráð …
Lilja Mósesdóttir var á meðal þeirra sem skoraði á framkvæmdaráð og stjórn flokksins að vinna sameiginlega að því að undirbúa og halda landsfund 9. febrúar eins og boðað hafi verið, þar sem framtíð flokksins verði ákveðin mbl.is/Eggert Jóhannesson

Samþykkt var á félagsfundi Samstöðu í gærkvöldi áskorun þess efnis að framkvæmdaráð og stjórn flokksins vinni sameiginlega að því að undirbúa og halda landsfund 9. febrúar nk. þar sem framtíð flokksins verði ákveðin.

Fréttatilkynning þar sem þetta kemur fram var send á alla félagsmenn flokksins síðdegis.

Í henni segir, að  í gærkvöldi hafi farið fram félagsfundur Samstöðu fyrir beiðni tveggja félagsmanna þar um. Á fundinum hafi fundarbeiðendur sett fram spurningar varðandi ýmis málefni sem varði stöðu flokksins og framboðsmála. Tveir möguleikar hafi verið ræddir ýtarlega; þ.e. að stefna ótrauð fram til kosninga nú í vor eða leggja það fyrir félaga í Samstöðu á komandi landsfundi hvort þeim lítist betur á að halda áfram með lítinn og fjárvana stjórnmálaflokk eða breyta honum í þjóðmálafélag að sinni a.m.k.

Lilja Mósesdóttir, formaður framkvæmdaráðs Samstöðu, Rakel Sigurgeirsdóttir, varaformaður og Jón Þórisson, meðstjórnandi í stjórn flokksins, lögðu fram eftirfarandi áskorun á fundinum sem var samþykkt:

„Félagsfundur SAMSTÖÐU flokks lýðræðis og velferðar skorar á framkvæmdaráð og stjórn flokksins að vinna sameiginlega að því að undirbúa og halda landsfund 9. febrúar eins og boðað hefur verið. Á landsfundi verði framtíð flokksins ákveðin, þ.e. hvort flokkurinn bjóði fram lista í öllum kjördæmum í komandi alþingiskosningum eða hvort félaginu verði breytt í þjóðmálafélag sem einbeiti sér að því að standa fyrir málefnalegri umræðu á opinberum vettvangi um mál sem brenna á þjóðinni.“

Þá kemur fram, að jafnframt hafi verið skorað á sömu aðila að tryggja það að núverandi félagar í flokknum tækju þessa ákvörðun með því að hætta innskráningu nýrra félaga fram yfir landsfund. Landsfundurinn verði haldinn 9. febrúar n.k. en framkvæmdaráðið hittist á fundi annað kvöld og skiptir með sér verkum við undirbúning hans.

Segja skilið við Samstöðu

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert