Hanna Birna býður sig fram til varaformanns

Hanna Birna Kristjánsdóttir.
Hanna Birna Kristjánsdóttir.

Hanna Birna Kristjáns­dótt­ir, borg­ar­full­trúi og odd­viti sjálf­stæðismanna í borg­ar­stjórn, hef­ur ákveðið að bjóða sig fram til vara­for­manns Sjálf­stæðis­flokks­ins.

„Ég hef ákveðið að gefa kost á mér í embætti vara­for­manns Sjálf­stæðis­flokks­ins á kom­andi lands­fundi flokks­ins,“ seg­ir Hanna Birna í yf­ir­lýs­ingu. „Með fram­boði mínu vil ég styrkja þá öfl­ugu for­ystu­sveit sem Sjálf­stæðis­flokk­ur­inn býr að um land allt, fá tæki­færi til að vinna frek­ar að þeim breyt­ing­um sem þurfa að verða í stjórn­mál­um og leggja góðum verk­um lið - í þágu hug­sjóna Sjálf­stæðis­flokks­ins og hags alls al­menn­ings á Íslandi.“

Hanna Birna seg­ir að í kom­andi kosn­ing­um skipti miklu að Sjálf­stæðis­flokk­ur­inn nái góðum ár­angri og stuðli að nauðsyn­leg­um breyt­ing­um til að binda enda á þá kyrr­stöðu sem hér hef­ur hamlað upp­bygg­ingu, fram­förum og lífs­kjör­um á síðustu árum. „Aðeins með því að koma nú­ver­andi rík­is­stjórn frá get­um við vænst þess að skatt­ar og skuld­ir lækki, at­vinna auk­ist og Ísland verði land tæki­færa, lífs­gæða og far­sælla lausna.

Ég vil leggja mitt af mörk­um til að slík framtíð bíði Íslend­inga og mun því óska eft­ir stuðningi á lands­fundi til að taka að mér frek­ara for­ystu­hlut­verk fyr­ir Sjálf­stæðis­flokk­inn,“ seg­ir í yf­ir­lýs­ingu Hönnu Birnu.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka