Framsókn fengi 19,5%

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Framsóknarflokksins.
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Framsóknarflokksins. mbl.is/Styrmir Kári

MMR kannaði fylgi stjórn­mála­flokka og stuðning við rík­is­stjórn­ina á meðal al­menn­ings á tíma­bil­inu 31. janú­ar til 6. fe­brú­ar. Fram­sókn­ar­flokk­ur­inn bæt­ir við sig nokkru fylgi í kjöl­far niðurstaðna EFTA-dóm­stóls­ins í Ices­a­ve-mál­inu. Af þeim sem tóku af­stöðu sögðu 19,5% að þau myndu kjósa Fram­sókn­ar­flokk­inn ef gengið yrðið til kosn­inga í dag, borið sam­an við 14,8% á tíma­bil­inu 15.-20. janú­ar 2013. Björt framtíð hef­ur bætt veru­lega við sig fylgi á ár­inu 2013. Af þeim sem tóku af­stöðu sögðu 17,8% að þau myndu kjósa Bjarta framtíð nú, borið sam­an við 11,5% í des­em­ber 2012.

Fylgi Sam­fylk­ing­ar og Vinstri grænna hef­ur dreg­ist nokkuð sam­an á ár­inu 2013. Af þeim sem tóku af­stöðu nú sögðust 16,2% myndu kjósa Sam­fylk­ing­una nú, borið sam­an við 17,4% í des­em­ber 2012, og 8,6% sögðu að þau myndu kjósa Vinstri græn nú, borið sam­an við 11,2% í des­em­ber 2012.

Sjálf­stæðis­flokk­ur­inn mæl­ist með mest fylgi allra flokka en fylgi flokks­ins hef­ur þó dreg­ist sam­an á ár­inu. Af þeim sem tóku af­stöðu sögðust 33% myndu kjósa Sjálf­stæðis­flokk­inn nú borið sam­an við 37,4% í des­em­ber 2012.

Af þeim sem tóku af­stöðu sögðu 0,9% að þau myndu kjósa Dög­un ef gengið yrði til kosn­inga í dag, 1,8% Hægri-græna, 0,7% Sam­stöðu og 1,4% sögðu að þau myndu kjósa aðra flokka ef gengið væri til kosn­inga í dag.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert