Samstaðan er ekki brostin

Rakel Sigurgeirsdóttir er varaformaður Samstöðu en Lilja Mósesdóttir er formaður.
Rakel Sigurgeirsdóttir er varaformaður Samstöðu en Lilja Mósesdóttir er formaður.

Lands­fund­ur Sam­stöðu - flokks lýðræðis og vel­ferðar hef­ur samþykkt að bjóða ekki fram í kom­andi alþing­is­kosn­ing­um. Í kom­andi alþing­is­kosn­ing­um mun flokk­ur­inn ein­beita sér að því að hafa mót­andi áhrif á stjórn­má­laum­ræðuna.

Þetta kem­ur fram í til­kynn­ingu sem Samstaða hef­ur sent á fjöl­miðla, en í dag var hald­inn lands­fund­ur flokks­ins að Kríu­nesi við Elliðavatn.

Fram kem­ur, að flokk­ur­inn muni beita sér fyr­ir lausn­ar­miðaðri umræðu á op­in­ber­um vett­vangi um brýn mál sem varði lausn á skulda­vanda heim­il­anna, af­nám gjald­eyr­is­hafta án þess að snjó­hengj­unni verði varpað á ís­lenska skatt­borg­ara, betra pen­inga­kerfi og framtíðar­sýn án ESB-aðild­ar.

„Skorað var á Lilju Móses­dótt­ur á fund­in­um að gefa kost á sér til for­manns flokks­ins. Hún brást við áskor­un­inni og var kjör­in formaður SAMSTÖÐU flokks lýðrsæðis og vel­ferðar með at­kvæðum allra sem voru á fund­in­um.

Rakel Sig­ur­geirs­dótt­ir er vara­formaður og aðrir í stjórn flokks­ins eru:

Jón Kr. Arn­ar­son, Ei­rík­ur Ingi Garðars­son og Jón­as P. Hreins­son. Þess­ir eru vara­menn: Hall­geir Jóns­son og Helga Garðars­dótt­ir,“ seg­ir í til­kynn­ing­uni.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert