Stórt mál sem þarf að ræða

Valgerður Bjarnadóttir er formaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar Alþingis.
Valgerður Bjarnadóttir er formaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar Alþingis. mbl.is/Styrmir Kári

Eng­in niðurstaða lá fyr­ir að lokn­um fundi sem þing­flokk­ur Sam­fylk­ing­ar­inn­ar átti í dag um stjórn­ar­skrár­frum­varpið. „Þetta er stórt mál og við þurf­um að ræða þetta aft­ur á bak og áfram,“ seg­ir Val­gerður Bjarna­dótt­ir, formaður stjórn­skip­un­ar­nefnd­ar alþing­is og þingmaður Sam­fylk­ing­ar­inn­ar.

Fund­ur­inn hófst kl. 16 í dag og lauk hon­um á sjö­unda tím­an­um í kvöld. Hún seg­ir í sam­tali við mbl.is að það hafi ekki staðið til að kom­ast að ein­hverri ákveðinni niður­stöðu á fund­in­um, sem hafi verið vinnufund­ur.

Aðspurð seg­ir Val­gerður að þing­menn­irn­ir hafi m.a. rætt um það hvort ákveðnir hlut­ar frum­varps­ins verði geymd­ir og tekn­ir fyr­ir á næsta þingi. „Það var rætt hvort það væri mögu­leiki. [...] En við kom­umst ekki að niður­stöðu; ekki end­an­legri,“ seg­ir hún.

„Það er ljóst að við erum með þetta núna inni í umræðu þing­inu sem á marg­an hátt er mjög fróðlegt,“ seg­ir Val­gerður í sam­tali við mbl.is.

Val­gerður seg­ir að sér hafi þótt fróðlegt að heyra þing­flokks­formann Sjálf­stæðis­flokks­ins koma fram á þing­inu í dag með efn­is­leg­ar at­huga­semd­ir í garð frum­varps­ins, m.a. varðandi þjóðar­at­kvæðagreiðslur, „sem ég hef aldrei heyrt frá Sjálf­stæðis­flokkn­um fyrr“. Val­gerður bæt­ir við að það sé gott að fá fram þess­ar at­huga­semd­ir.

„Mér finnst mjög ánægju­legt að fólk sé farið að ræða efni þess sem við erum að fást við.“

Þá bend­ir hún á að Fram­sókn­ar­flokk­ur­inn hafi sömu­leiðis borið fram atriði sem flokk­ur­inn seg­ist vilja fá breytt. „Mér finnst það líka fróðlegt að fá það svona skýrt fram,“ seg­ir hún.

„Við [þing­flokk­ur Sam­fylk­ing­ar­inn­ar] þurft­um að ræða mál­in í ljósi þess sem hef­ur komið fram núna, þegar við höf­um náð þessu inn í aðra umræðu,“ seg­ir Val­gerður.

Spurð út í næstu skref seg­ir Val­gerður að unnið verði í mál­inu alla helg­ina. Á mánu­dag muni stjórn­skip­un­ar- og eft­ir­lits­nefnd koma sam­an. „Þá á ég von á því að við tök­um fyr­ir þetta álit Fen­eyja­nefnd­ar­inn­ar,“ seg­ir Val­gerður að lok­um.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert