Í skuld við fjölskyldu sína

Steingrímur J. Sigfússon, fráfarandi formaður Vinstrihreyfingarinnar - græns framboðs, segist fagna því að fá frjálsari hendur eftir að nýr formaður verður kjörinn um næstu helgi. „Síðan er það nú þannig að ef það er einhver ein stofnun í landinu sem ég er í mikilli skuld við þá er það fjölskylda mín,“ sagði Steingrímur á blaðamannafundi sem hann hélt í dag.

Steingrímur sagðist taka þá ákvörðun af fúsum og frjálsum vilja að hætta sem formaður. „Ég er kominn að þeirri niðurstöðu að þetta sé best fyrir mig og flokkinn, en ég mun áfram leggja krafta mína fram eftir því sem eftirspurn er eftir þeim og þörf. Ég er alveg sannfærður um að það mun ganga vel.“

Þá sagðist hann ekki ætla að gera minnstu tilraun til að verða aftursætisbílstjóri eða flækjast fyrir nýrri flokksforystu. „Ef það er einhver sem ræður við þetta erum það við, Vinstri græn, sem lítum ekki svo á að okkar formaður sé á einhverjum stalli.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka