Nauðsyn að lækka skatta

Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins.
Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins. mbl.is/Ómar

Tugþúsundir sitja eftir með óleyst vandamál eftir stjórnartíð norrænu velferðarstjórnarinnar, að sögn Bjarna Benediktssonar, formanns Sjálfstæðisflokksins. „Við þetta verður ekki búið. Það verður að rétta fólki hjálparhönd,“ segir hann í viðtali í Morgunblaðinu í dag.

Þar ræðir hann stöðuna í stjórnmálum, m.a. stjórnarskrána, leiðir í efnahagsmálum og þátttöku sína í atvinnulífinu. „Við eigum að nota skattkerfið til að auðvelda fólki að greiða niður húsnæðislán sín. Við ætlum líka að létta byrðarnar með því að heimila því að nýta skattahagræðið af séreignarsparnaðinum og leggja beint inn á húsnæðislánin,“ segir hann.

Bjarni segir það tvískinnungshátt að bankar á Íslandi séu í dag í eigu óþekktra aðila og að aldrei hafi farið fram úttekt á sérstöku hæfi þeirra til að fara með eignarhaldið. „Á sama tíma þykjast menn hafa lært að það skipti máli hver eigi bankana og að eignarhaldið sé gegnsætt. Þessu þarf að breyta. Það er óþolandi að bráðum séu 5 ár frá hruninu og eignarhald allra stórra banka sé í höndum andlitslausra eigenda; vogunarsjóða og áhættufjárfesta í leit að skyndigróða.“

Í samtalinu er vikið að þátttöku Bjarna í viðskiptalífinu og segir hann alveg skýrt að þau félög sem hann sat í stjórn hjá hafi ekki verið gerendur í þeirri atburðarás sem fór af stað í hruninu.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert