Hæstaréttarlögmenn skora á Alþingi

mbl.isÓmar

Ell­efu hæsta­rétt­ar­lög­menn skora á þing­menn að fara hægt í stjórn­ar­skrár­mál­inu en þeir telja var­huga­vert að gera þær  grund­vall­ar­breyt­ing­ar  á stjórn­skip­un rík­is­ins sem gert er ráð fyr­ir í frum­varp­inu.

„Fyr­ir Alþingi ligg­ur nú frum­varp til stjórn­ar­skip­un­ar­laga. Alþingi fer með vald stjórn­ar­skrár­gjaf­ans, en við það vanda­sama verk­efni verður að huga ræki­lega að nokkr­um atriðum. Mik­il­vægt er að hafa hug­fast að við gerð stjórn­ar­skrár á ekki og má ekki tjalda til einn­ar næt­ur. Lausung í stjórn­ar­fari hef­ur ávallt hættu í för með sér. Þrír þætt­ir eru sér­lega mik­il­væg­ir: Vönduð vinnu­brögð, þekk­ing hins vís­asta fólks verði nýtt og breyt­ing­ar gerðar í eins mik­illi og al­mennri sátt og mögu­legt er.
 
Samþykkt nú­ver­andi frum­varps, með þeim breyt­ing­ar­til­lög­um sem fyr­ir liggja, hefði í för með sér mjög rót­tæk­ar breyt­ing­ar á ís­lenskri stjórn­skip­un. Ekki hef­ur farið fram ýt­ar­leg grein­ing á mögu­leg­um af­leiðing­um þess að frum­varpið verði samþykkt. Sú tak­markaða skoðun sem farið hef­ur fram bend­ir ein­dregið til þess að í frum­varp­inu fel­ist marg­vís­leg­ar hætt­ur fyr­ir lýðræðis­legt  þjóðskipu­lag.
 
Við, und­ir­ritaðir hæsta­rétt­ar­lög­menn, telj­um var­huga­vert að gera þær  grund­vall­ar­breyt­ing­ar  á stjórn­skip­un rík­is­ins sem gert er ráð fyr­ir í frum­varp­inu.
 
Til þess að Alþingi rísi und­ir stjórn­skipu­legu hlut­verki sínu er þing­inu skylt að taka sjálf­stæða af­stöðu til frum­varps­ins. Tryggja verður vandaðan und­ir­bún­ing og breiða sam­stöðu áður en  ný stjórn­ar­skrá lýðveld­is­ins er samþykkt. Tölu­vert vant­ar á að þessi skil­yrði séu upp­fyllt.  Skor­um við á þing­menn að vanda bet­ur til und­ir­bún­ings,“ seg­ir í áskor­un­inni en und­ir hana rita þau Berg­lind Svavars­dótt­ir, Björg­vin Þor­steins­son, Jakob R. Möller, Karl Ax­els­son, Krist­inn Hall­gríms­son, Ragn­ar H. Hall, Reim­ar Pét­urs­son, Sig­urður G. Guðjóns­son, Þor­steinn Ein­ars­son, Þór­dís Bjarna­dótt­ir og Þór­unn Guðmunds­dótt­ir.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert