Árni Þór fer ekki í varaformanninn

Árni Þór Sigurðsson, þingmaður Vinstrihreyfingarinnar - græns framboðs.
Árni Þór Sigurðsson, þingmaður Vinstrihreyfingarinnar - græns framboðs. mbl.is/Ómar Óskarsson

„Ég hlakka til lands­fund­ar­ins næst­kom­andi helgi, hvet fé­laga og stuðnings­fólk um allt land til að snúa bök­um sam­an og heiti þeirri for­ystu­sveit sem kjör­in verður öllu því liðsinni sem mér er fært að veita,“ seg­ir Árni Þór Sig­urðsson, þingmaður Vinstri­hreyf­ing­ar­inn­ar - græns fram­boðs, á heimasíðu sinni á Smug­an.is en hann hef­ur ákveðið að bjóða sig ekki fram sem vara­formann flokks­ins.

Árni seg­ist hafa talið sér skylt að hug­leiða fram­boð til vara­for­manns í ljósi þess að nafn hans var nefnt sem mögu­leg­ur arftaki Katrín­ar Jak­obs­dótt­ur, mennta- og menn­ing­ar­málaráðherra, sem boðið hef­ur sig fram til for­mennsku í VG. „Að vand­lega at­huguðu máli hef ég kom­ist að þeirri niður­stöðu að gefa ekki kost á mér til vara­for­mennsku.  Ég er þakk­lát­ur þeim sem hafa hvatt mig í þessu máli og vænti þess að vera áfram í for­ystu­sveit hreyf­ing­ar­inn­ar, hvar sem kraft­ar mín­ir munu nýt­ast best.“

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert