Árni Þór fer ekki í varaformanninn

Árni Þór Sigurðsson, þingmaður Vinstrihreyfingarinnar - græns framboðs.
Árni Þór Sigurðsson, þingmaður Vinstrihreyfingarinnar - græns framboðs. mbl.is/Ómar Óskarsson

„Ég hlakka til landsfundarins næstkomandi helgi, hvet félaga og stuðningsfólk um allt land til að snúa bökum saman og heiti þeirri forystusveit sem kjörin verður öllu því liðsinni sem mér er fært að veita,“ segir Árni Þór Sigurðsson, þingmaður Vinstrihreyfingarinnar - græns framboðs, á heimasíðu sinni á Smugan.is en hann hefur ákveðið að bjóða sig ekki fram sem varaformann flokksins.

Árni segist hafa talið sér skylt að hugleiða framboð til varaformanns í ljósi þess að nafn hans var nefnt sem mögulegur arftaki Katrínar Jakobsdóttur, mennta- og menningarmálaráðherra, sem boðið hefur sig fram til formennsku í VG. „Að vandlega athuguðu máli hef ég komist að þeirri niðurstöðu að gefa ekki kost á mér til varaformennsku.  Ég er þakklátur þeim sem hafa hvatt mig í þessu máli og vænti þess að vera áfram í forystusveit hreyfingarinnar, hvar sem kraftar mínir munu nýtast best.“

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka