Líkur á sérframboði Jóns aukast

Jón Bjarnason.
Jón Bjarnason. mbl.is/Ómar

Jón Bjarnason fyrrverandi ráðherra og Vinstri grænna og þingmaður segir líkur á sjálfstæðu framboði sínu við alþingiskosningarnar í vor hafa aukist að undanförnu.

Þetta kemur fram í samtali við Jón í vefmiðlinum Skessuhorni, sem segir sterkan orðróm vera fyrir því, að Jón bjóði fram eigin lista í Norðvesturkjördæmi fyrir alþingiskosningarnar 27. apríl nk.

Jón segir að margir hafi leitað til sín og hvatt hann til framboðs. „Þessar áskoranir eru nú orðnar það margar að líkurnar hafa aukist á sjálfstæðu framboði. Ég mun taka ákvörðun um þetta á næstunni og tilkynna það strax og hún liggur fyrir,“ segir Jón í Skessuhorni.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert