Líkur á sérframboði Jóns aukast

Jón Bjarnason.
Jón Bjarnason. mbl.is/Ómar

Jón Bjarna­son fyrr­ver­andi ráðherra og Vinstri grænna og þingmaður seg­ir lík­ur á sjálf­stæðu fram­boði sínu við alþing­is­kosn­ing­arn­ar í vor hafa auk­ist að und­an­förnu.

Þetta kem­ur fram í sam­tali við Jón í vef­miðlin­um Skessu­horni, sem seg­ir sterk­an orðróm vera fyr­ir því, að Jón bjóði fram eig­in lista í Norðvest­ur­kjör­dæmi fyr­ir alþing­is­kosn­ing­arn­ar 27. apríl nk.

Jón seg­ir að marg­ir hafi leitað til sín og hvatt hann til fram­boðs. „Þess­ar áskor­an­ir eru nú orðnar það marg­ar að lík­urn­ar hafa auk­ist á sjálf­stæðu fram­boði. Ég mun taka ákvörðun um þetta á næst­unni og til­kynna það strax og hún ligg­ur fyr­ir,“ seg­ir Jón í Skessu­horni.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert