Píratar fá Þ

Pírataflokkurinn stefnir á þing.
Pírataflokkurinn stefnir á þing. Ljósmynd/Píratar

Stjórn­mála­flokk­ur­inn Pírat­ar hafa fengið staðfest­an lista­bók­staf­inn Þ vegna fram­boðs til alþing­is­kosn­inga 27. apríl næst­kom­andi.

 „Það er eng­inn í vafa að við fáum 20% fylgi þegar líður á kosn­ing­ar. Okk­ar stefnu­mál inni­halda bara praktísk atriði sem hægt er að fram­fylgja strax, þar er ekk­ert pó­lí­tísk þvaður. Pírat­ar hafa þegar hrist upp í Þýskalandi og Evr­ópuþing­inu; og næst er stefnt á Alþingi Íslend­inga. Það er eins gott að Birgitta verði ekki hand­tek­in í Banda­ríkj­un­um rétt fyr­ir kosn­ing­ar samt. ” seg­ir Birk­ir Fann­ar Ein­ar Ein­ars­son kosn­inga­stjóri Pírata í frétta­til­kynn­ingu.

Helstu stefnu­mál Pírata er að auka gagn­sæi stjórn­valda og vernda friðhelgi ein­stak­linga. Pírat­ar eru fylgj­andi auknu lýðræði og telja að upp­lýst­ir ein­stak­ling­ar séu best falln­ir til að taka ákv­arðanir er varða stjórn­mál og telja að það eigi að auka rétt­indi fólks til ákv­arðana­töku og minnka heim­ild þings­ins, seg­ir enn frem­ur í frétta­til­kynn­ingu frá flokkn­um.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert