Vilja stofna Landsbyggðarflokk

Merki Landsbyggðarflokksins.
Merki Landsbyggðarflokksins.

„Svo virðist sem gömlu og nýju flokk­arn­ir ætli mál­efn­um lands­byggðar­inn­ar ekki mikið pláss í stefnu­skrám sín­um fyr­ir næstu kosn­ing­ar - ef þá nokkuð. Kannski ekki að furða hjá flokk­um sem oft­ast eiga upp­runa sinn og lög­heim­ili á höfuðborg­ar­svæðinu.“

Þetta seg­ir meðal ann­ars í frétta­til­kynn­ingu frá und­ir­bún­ings­hópi að stofn­un Lands­byggðarflokks­ins sem setja á hags­muni lands­byggðar­inn­ar í for­grunn en ætl­un­in er að bjóða fram í lands­byggðar­kjör­dæmun­um þrem­ur fyr­ir þing­kosn­ing­arn­ar í vor. Þó er tekið fram að fram­haldið ráðist af und­ir­tekt­um. Stofn­fund­ur flokks­ins verður hald­inn næst­kom­andi laug­ar­dag 23. fe­brú­ar.

„Mark­miðið er að Lands­byggðarflokk­ur­inn verði einskon­ar byggðabanda­lag, grasrót­ar­hreyf­ing og hags­muna­sam­tök al­menn­ings á lands­byggðinni sem vill skapa sér betri lífs­skil­yrði og njóta jafn­ræðis á við aðra lands­menn,“ seg­ir í til­kynn­ing­unni og enn­frem­ur að þar eigi heima fólk „sem hef­ur ekki þol­in­mæði til að bíða leng­ur eft­ir því að stjórn­mála­flokk­arn­ir móti sér al­vöru­stefnu í byggðamál­um.“

Fyr­ir und­ir­bún­ings­hópn­um fer Magnús Há­v­arðar­son, tölvu- og kerf­is­fræðing­ur á Ísaf­irði, en heimasíða Lands­byggðarflokks­ins er á slóðinni www.lands­byggd­in.is

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert