VG vill ljúka ESB viðræðum

Landsfundur VG.
Landsfundur VG. mbl.is/Árni Sæberg

Samþykkt var á landsfundi Vinstri hreyfingarinnar - græns framboðs í dag að ljúka samningaviðræðum við Evrópusambandið en ekki beita sér fyrir því að setja áframhald aðildarviðræðna í þjóðaratkvæðagreiðslu.

Þetta var niðurstaða í skriflegri atkvæðagreiðslu á landsfundinum nú fyrir stundu. 

Breytingatillagan sem samþykkt var hljóðaði svo: „Landsfundur VG telur að Íslandi sé best borgið utan ESB en vill ljúka aðildarviðræðum við ESB og setja ferlinu tímamörk, t.d. 1 ár frá kosningum. Þjóðin kjósi síðan um niðurstöður aðildarviðræðna. VG mun ennfremur beita sér fyrir því að tryggðar verði breytingar á stjórnarskrá þannig að þjóðaratkvæðagreiðslan um ESB verði bindandi en ekki aðeins ráðgefandi.“ 

156 gáfu atkvæði og þau féllu á þann hátt að 83 samþykktu breytingatillöguna en 72 studdu tillögu um að setja framhald aðildarviðræðna í þjóðaratkvæðagreiðslu. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert