„Bjóða ís fyrir alla“

Helgi Hjörvar.
Helgi Hjörvar. mbl.is/Brynjar Gauti

Helgi Hjörvar, þingmaður Samfylkingarinnar, sagði við umræður um störf þingsins í dag að ekki ætti að koma á óvart að Sjálfstæðisflokkurinn stefndi nú að samstarfi við Framsóknarflokkinn.

Sagði hann að svo virtist sem flokkurinn vildi fara aftur í sama horf og fyrir hrun. „Bjóða ís fyrir alla og mamma borgar, þegar að mamma á efni á,“ sagði Helgi í ræðustól í dag og vísaði þar til stefnu Sjálfstæðisflokksins fyrir hrun.

Ásmundur Einar Daðason, þingmaður Framsóknarflokksins, tók til máls á eftir Helga og sagði að það lægi ljóst fyrir að einungis eitt mál skipti Samfylkinguna máli, Evrópusambandsaðildin.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert