Framsókn bætir enn við sig fylgi

Kjörkassi atkvæðagreiðsla atkvæði kosningar kosið
Kjörkassi atkvæðagreiðsla atkvæði kosningar kosið mbl.is/Árni Sæberg

Sam­kvæmt nýj­ustu fylg­is­könn­un MMR held­ur Fram­sókn­ar­flokk­ur­inn áfram að bæta við sig fylgi, fylgi Sjálf­stæðis­flokks­ins mæl­ist mest allra flokka, og fylgi Sam­fylk­ing­ar­inn­ar held­ur áfram að drag­ast sam­an. Stuðning­ur við Bjarta framtíð dal­ar og önn­ur fram­boð ým­ist standa í stað eða bæta held­ur við sig. Stuðning­ur við rík­is­stjórn­ina mæl­ist nú 26,7%.

Sjálf­stæðis­flokk­ur­inn mæl­ist með 28,5% fylgi og hef­ur það ekki mælst minna síðan fyr­ir síðustu Alþing­is­kosn­ing­ar. Fram­sókn­ar­flokk­ur­inn mæl­ist með 23,8%, Björt framtíð með 15,3%, Sam­fylk­ing­in með 12,8% og Vinstri græn með 9,5%. Fylgi Dög­un­ar, Hægri grænna og Pírata mæl­ist á bil­inu 2,2-2,5%. 

Könn­un­in var fram­kvæmd á á tíma­bil­inu 19. til 21. fe­brú­ar 2013 og var heild­ar­fjöldi svar­enda 814 manns á aldr­in­um 18 - 67 ára.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert